Um Mig

Lífstíll

Söngvari/Textasmiður

Vegan

Kristinn

Samkynhneigður

Íslendingur

Sagan Mín

Ég fæddist í Norman, Oklahoma árið 1998 en flutti með móður minni til Íslands á 3 ára aldri eftir að foreldrar mínir skildu. Ég veit að við vorum fátæk, en mamma mín passaði upp á að ég myndi aldrei finna fyrir því.

Þegar við komum fyrst til Íslands, bjuggum við í pínu lítilli íbúð með einu svefnherbergi og mamma mín svaf í stofunni í næstum 3 ár þar til hún fann stöðuga vinnu starf og átti efni á betri stað. Í æsku var ég greindur með aspergers heilkenni og ADHD, og ​​ég þurfti að sigrast á mörgum hindrunum, eins og að læra félagslega hegðun, reiðis stjórn og félagslegt einelti. Fólk virtist ekki fatta að ég væri að díla við ákveðna "geðveiki" og kenndi mér þess vegna alltaf um. Fólk lét við mig eins og ég gæt ekki neitt, en það hvatti mig bara til þess að  sanna það rangt fyrir þeim. Reynsla er ekki það sem gerist við þig; Það er það sem þú gerir við það sem gerist við þig. Í mínu tilfelli breytti ég sársaukanum í metnað.

Aaron